Oculac inniheldur efnið póvídon. Lyfið er svokallað gervitár og er notað við augnþurrki.
Augnþurrkur stafar oftast af skorti á táravökva en ástæður þess geta verið margar, m.a. stíflur í táragöngum, bólgur, minnkuð myndun táravökva og aukaverkanir vegna töku lyfja. Augnþurrkur veldur óþægindum, kláða og sviða í augum og þreytu. Gervitárin stuðla að því að halda raka í auganu. Oculac er hægt að fá með og án rotvarnarefna.
Notkun:
Inniheldur 20 x 0.4ml ampúlur
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.