Glýcerýlnítrat, virka efnið í Nitroglycerin DAK, er æðavíkkandi efni sem hefur mest áhrif á bláæðar og kransæðar. Víkkun bláæða veldur því að blóðflæði til hjartans minnkar en þá dregur úr álagi á hjartað og súrefnisþörf hjartavöðvans.
Víkkun kransæða veldur auknu blóðflæði um hjartavöðva. Nitroglycerin DAK tungurótartöflur eru notaðar við bráðri hjartaöng.
Notkun:
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.