Septabene munnúði er notaður til að draga tímabundið úr einkennum óþæginda í hálsi, munni og tannholdi og fyrir og eftir tanndrátt.
Septabene inniheldur virku efnin cetylpyridín og benzýdamín. Cetylpyridín hefur sýklahemjandi virkni og getur einnig virkað gegn sveppum. Benzýdamín hefur staðbundna verkjastillandi og bólgueyðandi virkni. Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 3 daga.
Notkun:
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.