Nasogen er notað við nefstíflum og miklu nefrennsli.
Xýlómetazólín, virka efni lyfsins, veldur því að æðar í nefslímhúðinni dragast saman. Við þetta minnka bólgur í nefslímhúðinni og dregið er úr slímmyndun. Lyfið er einnig notað við miðeyrnabólgu. Ef xýlómetazólín er notað lengur en 7 daga í senn eykst hætta á því að langvarandi bólga í nefslímhúð komi fram þegar notkun lyfsins er hætt.
Notkun:
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.