Nurofen Junior Appelsín er bólgueyðandi lyf með verkjastillandi og hitalækkandi verkun. Virka efnið íbúprófen dregur úr myndun prostaglandínefna í líkamanum, en þau valda meðal annars bólgumyndun.
Nurofen Appelsin er ætlað til skammtímameðferðar við vægum til meðalmiklum verkjum og við hita. er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu, höfuðverk og sem verkjalyf eftir minni háttar aðgerðir. Lyfið er einnig notað til að lækka hita hjá börnum.
Lyfið er ætlað börnum. 7-10 mg á hvert kg líkamsþyngdar í senn allt að 3svar á dag, með 6-8 klst millibili.
1 ml inniheldur 40 mg af íbúprófeni.
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.