Paracetamól er verkjastillandi og hitalækkandi. Það hentar við vægum verkjum sé engin bólga fyrir.
Verkjastillandi áhrif paracetamóls eru sambærileg við asetýlsalicýlsýru (aspirín). Paracetamól er einnig notað til að slá á sótthita. Það ertir ekki magaslímhúð og hentar þeim sem hafa fengið magasár eða eru viðkvæmir í maga.
Börn: 10-15 mg á hvert kg líkamsþyngdar í senn 1-4 sinnum á dag. Mixtúran er með Apríkósubragði.
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.