Algínsýra er efni sem hindrar það að innihald magans flæði til baka og upp í vélinda. Algínsýra binst sýru í maga og myndar hlaupkenndan massa með magainnihaldinu. Magainnihaldið verður því meira þykkfljótandi og slettist síður upp í vélinda.
Algínsýra er notuð við bólgum í maga vegna offramleiðslu magasýru og líka við bólgum í vélinda vegna uppflæðis magainnihalds. Algínsýra er hér í samsetningu með sýrubindandi saltsamböndum, álhýdroxíði og natríumhýdrógenkarbónati sem draga enn frekar úr áhrifum magasýrunnar.
Notkun:
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.