Virka efnið lansóprazól dregur úr myndun á magasýru. Það er notað við brjóstsviða, sársjúkdómi í maga og skeifugörn og bólgu í vélinda vegna bakflæðis magasýru.
Það er einnig notað ásamt sýklalyfjum við sýkingu af völdum bakteríunnar Helicobacter pylori. Ef ekki tekst að uppræta Helicobacter-sýkingu veldur hún endurteknum magasárum, en til þess að vinna á bakteríunni þarf bæði sýklalyf og lyf sem draga úr magasýruframleiðslu. Lansóprazól hindrar losun magasýru úr sýrumyndandi frumum og dregur með því úr framleiðslu magasýru. Aukaverkanir lyfsins eru fátíðar og fæstar þeirra eru alvarlegar.
Notkun:
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.