Rennie er magalyf sem slær á einkenni, s.s. brjóstsviða og nábít á innan við 15 mín. frá inntöku.
Rennie inniheldur blöndu tveggja saltsambanda, annars vegar kalsíumkarbónat og hins vegar magnesíumkarbónat. Þessi saltsambönd tilheyra flokki lyfja sem nefnast sýrubindandi sambönd. Sýrubindandi sambönd eru sölt sem bindast magasýru eftir inntöku og minnka virkni hennar. Sýrubindandi sambönd eru notuð við ofmyndun magasýru en hún veldur magaóþægindum, brjóstsviða og nábít. Of mikil myndun magasýru í langan tíma getur leitt til sáramyndunar í vélinda, maga og skeifugörn.
Notkun:
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.