Klyx inniheldur virku efnin dókúsatnatríum og sorbitól. Dókúsatnatríum er notað við hægðatregðu og til að tæma þarma, t.d. fyrir röntgenrannsóknir eða aðgerðir.
Dókúsatnatríum eykur vatnsinnihald hægða og mýkir þær, en hefur ekki áhrif á þarmahreyfingar. Sorbitól hefur hægðalosandi og smyrjandi áhrif. Saman stuðla efnin að þarmatæmingu.
Notkun:
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.