Laktúlósa hefur hægðalosandi áhrif. Það veldur vægri uppsöfnun vatns í meltingarveginum og mýkir þannig hægðir. Bakteríur í þörmunum umbreyta hluta laktúlósunnar í mjólkursýru. Sýrustig þarmanna lækkar sem stuðlar að eðlilegri þarmaflóru og jafnframt örvast þarmahreyfingarnar.
Laktúlósa hindrar líka það að þarmabakteríur myndi ammóníak og dregur úr magni ammóníaks sem berst til blóðrásar úr þörmum. Þessi áhrif eru mjög gagnleg fyrir sjúklinga með lifrarbilun. Laktúlósa er notuð við hægðatregðu og til að draga úr myndun og nýtingu ammóníaks í þörmum.
Notkun:
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.