Creon 10000 inniheldur blöndu af meltingarensímunum lípasa, próteasa og amýlasa sem unnin eru úr dýraríkinu.
Í líkamanum framleiðir briskirtillinn þessi meltingarensím sem eru nauðsynleg fyrir eðlilegt niðurbrot fitu, kolvetna og próteina úr fæðunni. Ef skortur verður á þessum meltingarensímum í líkamanum, t.d. vegna vanstarfsemi briskirtils, veldur það truflun á meltingu og nýtingu fæðuefna og getur það m.a. leitt til niðurgangs og vítamínsskorts. Creon 35.000 er notað við skorti á þessum meltingarensímum frá brisi.
Notkun:
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.