CitraFleet er hægðalosandi lyf sem er gefið til undirbúnings fyrir röntgenrannsóknir, speglanir og skurðaðgerðir. Áhrifa natríumpicósúlfats gætir í ristlinum þar sem það örvar slímhúðina og þarmahreyfingarnar aukast.
Þar með flýtir fyrir því að þarmarnir tæmast. Magnesíumsítrat bindur vatn í þörmunum þannig að hægðirnar verða þynnri og þarmarnir þenjast út og örva þannig þarmahreyfingar. Saman stuðla þessi tvö efni að kraftmikilli úthreinsun.
Notkun:
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.