Heimilt er að selja takmarkað magn lyfsins í lausasölu, mest 30 ml (1 glas) handa einstaklingi
Livostin er notað við ofnæmi. Levókabastín, virka efni lyfsins, hindrar áhrif histamíns í líkamanum, en histamín er það boðefni sem veldur helstu einkennum ofnæmis.
Lyfið er aðeins notað staðbundið við ofnæmiseinkennum í nefi og augum þar sem það slær á bólgur, ertingu og rennsli vegna ofnæmis. Verkun lyfsins kemur mjög fljótt fram.
Nefúði: 2 úðaskammtar í hvora nös 2svar á dag.
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.