Mómetasón er notað við bólgusjúkdómum og ofnæmiseinkennum. Það bælir myndun efna sem framkalla bólgur og virkja ónæmiskerfið. Lyfið er steri sem hefur sömu áhrif og sterahormón sem myndast í nýrnahettunum.
Mometason Apofri er notað staðbundið við ofnæmisnefkvefi og stöðugu nefkvefi sem og við skútabólgu en þá er það notað ásamt sýklalyfi.
Notkun:
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.