Heimilt er að selja takmarkað magn lyfsins í lausasölu, mest 100 stk. handa einstaklingi
Lóratadín, virka efnið í Clarityn, hindrar áhrif histamíns í líkamanum, en histamín er það efni sem veldur helstu einkennum ofnæmis. Með því að koma í veg fyrir virkni histamíns er dregið úr einkennum ofnæmis eða komið í veg fyrir þau.
Lóratadín vinnur á ofnæmi, ofnæmisbólgum í nefi og einnig útbrotum og kláða af völdum histamíns. Lyfið er einnig notað við ofsakláða. Ólíkt mörgum ofnæmislyfjum hefur lóratadín óveruleg róandi og sljóvgandi áhrif.
Fullorðnir og börn 2ja ára og eldri sem eru þyngri en 30 kg: 10 mg á dag.