Ebastín, virka efnið í Kestine, tilheyrir flokki andhistamína sem ekki eru slævandi. Lyfið hindrar áhrif histamíns í líkamanum, en histamín er það efni sem veldur helstu einkennum ofnæmis.
Með því að koma í veg fyrir virkni histamíns má minnka einkenni ofnæmis eða koma í veg fyrir þau. Kestine er notað gegn ofnæmiseinkennum sem stafa af histamíni, t.d. ofnæmisbólgum í nefi og augum, ofsakláða, ofnæmiskvefi og skordýrabitum.
Notkun:
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.