Fexófenadín, virka efnið í Nefoxef, hindrar áhrif histamíns í líkamanum, en histamín er það efni sem veldur helstu einkennum ofnæmis. Með því að koma í veg fyrir virkni histamíns má minnka einkenni ofnæmis eða koma í veg fyrir þau.
Fexófenadín er virkt umbrotsefni virka efnisins terfenadíns, og er lyfið án róandi og sljóvgandi áhrifa. Fexófenadín er notað gegn ofnæmiseinkennum af völdum histamíns, svo sem árstíðabundnu ofnæmiskvefi, eða ofnæmisbólgum í nefi og augum, auk þess sem það dregur úr einkennum langvinns ofsakláða.
Notkun:
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.