Amorolfin Apofri er sveppalyf. Virka efnið í lyfinu, amorolfín, hemur eða drepur sveppi með því að hindra sterólmyndun í frumuhimnu, en hún er sveppum lífsnauðsynleg.
Amorolfín vinnur á margar sveppategundir sem valda sýkingum í húð eða nöglum. Í kremgrunninum smýgur amorolfín fljótt inn í neðri húðlögin, í lakkgrunninum smýgur það inn í nöglina og að naglbeðinum.
Notkun:
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.