Klórhexidín er sýkladrepandi. Hér, í lyfinu Hibitane, er það notað til sótthreinsunar við legskoðanir og fæðingar. Efnið klórhexidín er einnig að finna í lyfjaformum sem gefin eru við tannholdsbólgu, til að hamla tannsteinsmyndun og að koma í veg fyrir sýkingar við aðgerðir í munni. Klórhexidín gagnast líka í hand- og líkamsþvotti fyrir aðgerðir.
Notkun:
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.