Ekónazól, virka efnið í Pevaryl, hefur sveppaheftandi verkun. Það hefur áhrif á sveppategundir sem eru algengastar að valda sýkingum í húð og leggöngum.
Lyfið hefur einnig áhrif á nokkrar tegundir baktería. Pevaryl er notað við sveppasýkingum í húð og á kynfærum en það hefur ekki áhrif á sveppasýkingar undir nöglum eða í hársverði. Kremið er hentugt við öllum sveppasýkingum í húð, óháð gerð þeirra eða staðsetningu. Legstílar eru notaðir við leggangabólgu og skapabólgu.
Notkun:
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.