Heimilt er að selja takmarkað magn lyfsins í lausasölu, mest 50 stk (1 pakki) handa einstaklingi
Ibetin er bólgueyðandi lyf með verkjastillandi og hitalækkandi verkun. Virka efnið íbúprófen dregur úr myndun prostaglandínefna í líkamanum, en þau valda meðal annars bólgumyndun. Ibetin er notað sem meðferð við tímabundnum verkjum, mígreni, tíðaverkjum og/eða hita hjá fullorðnum eða unglingum.