Rizatriptan Alvogen er mígrenilyf. Verkirnir sem fylgja mígreni eru taldir stafa af víkkun slagæða í höfði. Rizatriptan, virka efni lyfsins, hefur sérhæfð áhrif á þessar æðar og veldur því að þær dragast saman.
Lyfið er notað við mígreniköstum, með eða án fyrirboða. Hins vegar á ekki að nota það sem fyrirbyggjandi meðferð við mígreni. Lyfið skal aðeins nota þegar greining á mígreni hefur verið staðfest og aðrir hugsanlega alvarlegir sjúkdómar hafa verið útilokaðir.
Notkun:
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.