Járn er snefilefni og nauðsynlegt líkamanum. Járn er í blóðinu í próteinsambandi sem kallast hemóglóbín, og það er líka að finna í öllum rauðum blóðkornum.
Hemóglóbín gegnir því hlutverki að flytja súrefni til vefja líkamans og koldíoxíð frá frumum líkamans. Duroferon Duretter er notað við járnskorti og blóðleysi auk þess að vera notað sem fyrirbyggjandi gegn járnskorti hjá þunguðum konum og blóðgjöfum.
Notkun:
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.